Slys varð á Vopnafirði snemma í morgun þegar kona féll niður af klettum við smábátahöfnina. Konan hlaut við fallið minniháttar áverka og fékk hún viðeigandi aðhlynningu á heilsugæslu Vopnafjarðar. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi staðfesti við mbl.is að slysið hafi átt sér stað.
Konunni hafði hrasað við brúnina sem varð til þess að hún féll niður af klettunum. Banaslys varð á svipuðum slóðum á Vopnafirði fyrir um það bil viku síðan þegar stúlka á þrítugsaldri hrasaði niður af klettunum. Sveitarfélagið hefur nú ráðist í vinnu til þess að meta hættu á svæðinu og unnið er að úrbótum.