Dánarorsök leikarans Paul Reubens hafa verið kunngjörð.
Leikarinn Paul Reuben, sem þekktastur er fyrir hinn stórfurðulega grínkarakter Pee Wee Herman, lést þann 30. júlí síðastliðinn, sjötugur að aldri. Dánarorsök hafa nú verið kunngjörð.
Leikarinn góðkunni lést vegna skyndilegs súrefnisskorts í öndunarfærum. Undirliggjandi orsakir voru þær að hann var greindur með bráðahvítblæði sem og blóðmergskrabbamein. Þá hafði hann einnig verið greindur með lungnakrabbamein fáeinum mánuðum fyrir andlát sitt.
Þegar andlát Reuben var tilkynnt í júlí sagði í textanum: „Paul barðist hetjulega og utan sviðsljóssins við krabbamein með æðruleysi sínu og húmor.“ Og áfram hélt textinn: „Hæfileikaríkur og afkastamikill leikari sem mun vera á háum stalli grínista og lifa í hjörtum okkar sem dýrmætur vinur og maður með eftirtektarverðan karakter og örlátan anda.“