Miðvikudagur 23. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Segir einn flóttamann á dag enda á götunni á Íslandi: „Þeim hefur tekist ætlunarverk sitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðustu daga hefur að meðaltali ein manneskja á flótta endað á götunni á Íslandi, á dag. Þetta staðhæfir Sema Erla Serdaroglu.

Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris, skrifaði mikinn reiðipistil á Facebook í fyrradag þar sem hún bendir á hræðilega stöðu flóttafólks á Íslandi í dag. Staðhæfir hún að gríðarleg fjölgun hafi orðið á flóttafólki sem yfirvöld hafa sett á götuna. „Nú eru fjórar vikur, FJÓRAR VIKUR! síðan við fengum fyrst fréttir af því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri byrjuð að svipta flóttafólk allri þjónustu og gera því ókleift að uppfylla grunnþarfir sínar um þak yfir höfuðið, næringu, hreinlæti og öryggi. Þá höfðu nokkrir einstaklingar þegar verið heimilislausir vikum og jafnvel mánuðum saman. Á síðustu vikum hafa að minnsta kosti 60 einstaklingar verið skyldir eftir, án allra mögulegra bjarga, á götunni. Síðustu daga hefur svo að meðaltali ein manneskja á flótta verið gerð heimilislaus á Íslandi á dag.“

Segir Sema Erla að ekki sé um tilviljun að ræða að nú sé „gefið í.“: „Á þessum tímapunkti eru flestir orðnir samdauna fréttum af ungum flóttamönnum sem stjórnvöld hafa dæmt til hungursneyðar og ætla að búa til glæpamenn úr svo hægt sé að loka þá í fangabúðum. Á þessum tímapunkti kippir sér enginn upp við heimilislaust flóttafólk. Það er orðinn „venjulegur hlutur af samfélaginu!“ Lang flestir eru svo meðvirkir og gegnsýrðir af kerfisbundnum rasisma að þeim er drullusama um fólkið frá Afríku og Mið-Austurlöndum (héldu þið að þetta væri hvítt fólk?) sem á hverjum degi upplifir þá niðurlægingu að geta ekki séð um sig sjálft og vera upp á annað fólk komið með að lifa að!“

Í pistlinum segir Sema Erla að Solaris ásamt No Borders samtökunum, aðstoðað á þriðja tug flóttamanna „sem enginn vill vita af, sem mega hvergi vera, sem geta ekkert farið,“ og séð til þess, með hjálp góðviljugs fólks í samfélaginu, að einstaklingarnir geti í það minnsta sofið, borðað og þvegið sig. „Á sama tíma og líflína fólks styttist, sjóðirnir okkar þurrkast upp og við bugumst hvert á fætur öðru; heyrist lítið úr stjórnmálunum, önnur mannréttindasamtök eru upptekin af öðru (að mestu af eigin orðspori og frama), fulltrúar ríkis og sveitarfélaga svara ekki póstum og skilaboðum og ráðherrar svara ekki símtölum.“

Í lokaorðum sínum segir Sema Erla að yfirvöldum hafi tekist það sem þau ætluðu sér. „Þeim hefur tekist ætlunarverk sitt. Heimilislaust flóttafólk er orðið normið í íslensku samfélagi. Nú er eina spurningin hversu langt er í að kerfisbundinn rasismi, meðvirkni og valdsýki muni drepa fyrsta heimilislausa flóttamanninn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -