Hallgrímur Helgason leitar ráða hjá Facebook-vinum sínum vegna algengs vandamáls: Hvað eigi að borða í hádegismat.
Í krúttlegri Facebook-færslu í dag spyr rithöfundurinn og málarinn Hallgrímur Helgason vini sína hvað hann geti fengið sér í hádegismat. Lýsir hann eftir nýjum lausnum eftir að hafa gefist upp á AB og múslí, keyptar súpur og instant núðlur. Færsluna skemmtilegu má lesa hér í heild:
„Hvernig leysir fólk eilífðarvandamálið hádegismat? Lýsi eftir nýjum lausnum, var í mörg ár með AB og múslí, get ekki meir, síðan með kia-vibbann sem þá var í tísku, get ekki meir, síðan keyptar súpur, get ekki meir, og nú síðast instant núðlur, get ekki meir. Hvað snæðið þið? Ath: matbúningur 5 mín max.“
Fjölmargir gefa Hallgrími ráð en ríflega 100 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna þegar þetta er ritað. Hér eru nokkur dæmi um ráð sem rithöfundurinn hefur fengið:
„Danskt rúgbrauð með lifrarkæfu og rauðbeðum og eitt glas af ískaldri mjólk.“
„Stappa saman banana, avocado og kotasælu. Tekur 2 mín.“
„Ég er að vinna með te og kaffi skyrið + 2 soðin egg á nákvæmlega 6 finn crisp með osti.“
„Síld á rúgbrauði með sýrðum rjóma og dilli og harðsoðnu eggi til hliðar; jafnvel köldum kartöflum ef þær eru til.“
Nú er bara að sjá hvað verði fyrir valinu hjá Hallgrími.
Fréttin verður ekki uppfærð.