Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Virði Icelandair hrynur þrátt fyrir 80 milljarða á bankabók: Bogi nær ekki eyrum fjárfesta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutabréfaverð Icelandair hafa verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Verðmæti fyrirtækisins hefur lækkað um 23 milljarða króna frá birtingu árshlutauppgjörs í júlí. Við það tilefni greindi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, frá því að leiðarkerfi félagsins væri það stærsta í sögu þess. Jafnframt sagði hann bókunarstöðu sterka og rekstrarhorfur góðar á seinni hluta ársins. Vefmiðillinn turisti.is fjallar um gengishrun Icelandair í dag.

Sömu sögu er þó ekki að segja af erlendum samkeppnisaðilum Icelandair en rekstrarumhverfi flugfélaga hefur sjaldan verið betra en um þessar mundir. Til að mynda hefur virði Finnair hækkað mikið á þessu ári en lækkað um 4 prósent frá birtingu síðasta ársfjórðungsuppgjörs eftir að forstjóri félagsins lét af störfum, líkt og turisti.is greinir frá. Gengi Icelandair í lok gærdags var 1,71 krónur á hlut og hefur lækkað um fjórðung frá því í lok júlí.

Athygli hefur vakið að markaðsvirði Icelandair er aðeins um 70 milljarðar króna eða talsvert minna en flugfélagið hefur sagst eiga í lausafé. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða gagnrýndi stjórnendur Kviku banka nýlega í opinberri yfirlýsingu. Hann benti á að bókfært virði eigna Kviku væri lægra en markaðsvirði bankans og skoraði á stjórnendur fyrirtækisins að auka virði hluthafa. Starfslokasamningur var gerður við forstjóra bankans skömmu síðar.

Bogi Nils hefur verið forstjóri Icelandair frá árinu 2018. Álitsgjafar Mannlífs segja Boga ekki ná eyrum fjárfesta. Þrátt fyrir góðar markaðsaðstæður, metumsvif fyrirtækisins, bjartar framtíðarhorfur og hátt í 80 milljarða króna inn á bankabók, virðast stjórnendur Icelandair ekki ná til fjárfesta. Gengishrun hlutabréfa fyrirtækisins bendir til þess að fjárfestar hafi margir misst trú á stjórnendum félagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -