Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Hvarfið á Brúarfossi – Þegar sjö barna læknafrú gufaði upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var laugardagskvöld í ágúst og hjónin Kristjana Anna Eggertsdóttir og Sigurmundur Sigurðsson sigldu með eimskipinu Brúarfossi, en þau voru á heimleið til Flateyjar þar sem Sigurmundur starfaði sem læknir. Anna skrapp snöggvast úr káetu þeirra hjóna, máské til að fá sér ferskt loft uppi á þilfari. Og svo fór lækninum að lengja eftir henni.

Kristjana Anna, sem var bróðurdóttir Matthíasar Jochumssonar skálds og sjö barna móðir, hvarf í sjóinn þann 20. ágúst árið 1932 og hefur ekki fundist síðan.

Kristjana Anna Eggertsdóttir

Morgunblaðið fjallaði um hið sorglega slys á sínum tíma:

Slys. Það sviplega og sorglega slys vildi til á „Brúarfossi“ er hann fór hjeðan seinast vestur og norður, að á laugardagsnóttina hvarf af skipinu frú Anna Eggertsdóttir, kona Sigurmundar Sigurðssonar læknis í Flatey. Hafði hún ætlað að ganga snöggvast úr káetunni, sem þau hjónin höfðu í skipinu, og er lækninum tók að lengja eftir henni, fór hann að grenslast um hvar hún mundi vera. Fanst hún þá hvergi í skipinu, og mun hafa fallið fyrir borð og drukknað. Enginn af skipverjum varð þó var við það að hún kæmi upp á þilfar. — Anna var dóttir Eggerts Jochumssonar, bróður Matthíasar skálds. Eiga þau Sigurmundur læknir sjö börn, hið yngsta á fyrsta ári. Anna var mesta myndarkona, eins og hún átti ætt til, ágæt móðir og stjómsöm húsmóðír. Munu allir, sem kynst hafa henni, sakna hennar innilega og syrgja hið sviplega fráfall hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -