Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Kennarar í VMA gagnrýna Ásmund harðlega: „Ekki í anda menntastefnu stjórnvalda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kennarafélag Verkmenntaskólans á Akureyri gagnrýnir vinnubrögð Ásmundrr Einars Daðasonar.

Fyrirhuguð sameining MA og VMA hefur vægast sagt fallið í grýtan jarðveg hjá nemendum og kennurum beggja skóla. Virðast aðeins skólastjórnendur þeirra vera fylgjandi henni en fyrir stuttu tilkynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að það stæði til að sameina skólanna. 

Kennarafélag Verkmenntaskólans á Akureyri sendi frá sér tilkynningu í gær um málið og er hægt að lesa hana hér fyrir neðan:

Kennarafélag VMA mótmælir harðlega vinnubrögðum mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps um eflingu framhaldsskóla í tengslum við fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Skv. skýrslu stýrihópsins sem birt var meðan á opnum fundi mennta- og barnamálaráðherra í Hofi stóð, þriðjudaginn 5. september, er markmið sameiningar m.a. að auka stoðþjónustu við nemendur, fjölga námsbrautum, efla iðn- og verknám og auka námsval nemenda. Annað kemur þó á daginn þegar rýnt er í efni skýrslunnar. Af henni má berlega ráða að meginmarkmið með sameiningu skólanna er hagræðing og sparnaður sem m.a. kemur fram í fækkun námsráðgjafa, sálfræðinga og kennara og stækkun nemendahópa. Þetta fer gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á vellíðan nemenda og jöfn tækifæri til náms, óháð t.d. móðurmáli eða námslegri stöðu.

Í skýrslu Fjármálaráðuneytisins (2008:5) annars vegar og skýrslu Ríkisendurskoðunar (2021:15) hins vegar um sameiningar ríkisstofnana kemur fram að sameining og viðamiklar breytingar skili ekki þeim árangri sem vænst er, eða í færri en 15% tilvika, vegna þess að:

  • Markmið og framtíðarsýn væri ekki nógu skýr eða ekki útskýrð nógu vel.
  • Fjárhagsleg samlegð væri ofmetin.
  • Undirbúningi og skipulagningu væri áfátt.
  • Ekki tækist að kveikja nægan áhuga á sameiningunni.
  • Starfsmannamálum væri ekki sinnt nógu vel.
  • Breytingastarf lognaðist út af áður en því væri lokið.

Ekki verður annað séð en að allir þessi þættir einkenni vinnubrögð mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps hans þegar kemur að fyrirhugaðri sameiningu VMA og MA. Ljóst má vera að of geyst er af stað farið og niðurstaðan er ekki í anda menntastefnu stjórnvalda né nýrra farsældarlaga, þar sem hagsmunir nemenda eiga að vera hafðir að leiðarljósi. Kennarafélag VMA sér sóknarfæri í samstarfi framhaldsskólanna tveggja en leggst gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna á þeim forsendum sem koma fram í skýrslu stýrihópsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -