Vel gengur að byggja nýja brú yfir Þorskafjörð.
Brúin yfir fjörðin er 260 metrar á lengd en smíði hennar hefur gengið vel að sögn verkstjóra þess og eru líkur á að hún opni hálfu ári á undan áætlun.
„Þetta hefur gengið mjög vel. Brúarsmíðin gekk mjög vel. Okkur tókst að steypa seinni hlutann í brúargólfinu í byrjun nóvember í fyrra, sem réði mestu um það að við erum komin svona langt,“ sagði Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri Suðurverks, í samtali við Vísi.
„Góðir karlar sem við erum með hérna og allir samþykkir því að byggja hér fallegt og mikið mannvirki á sem skemmstum tíma,“ sagði Einar og telur að framkvæmdum verði lokið fyrr en áætlað var.