Hárgreiðslustofum hér á landi var gert að loka á miðnætti 23. mars vegna hertra reglna í tengslum við samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19. En breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og má þá aftur opna hárgreiðslustofur.
„Kommon. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í lok mars.
Samkomubannið er nú farið að setja svip sinn á hár fólks, ekki bara hér á landi heldur víða um heim og eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir að komast í klippingu og lit í maí.