Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

John Kirby kom sér undan erfiðum spurningum um Joe Biden: „Af hverju gerir hann þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

John Kirby sveigði sig fimlega undan því að svara spurningum um ósannar fullyrðingar Joe Biden, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

John Kirby, sem ber hinn langa titil: Umsjónarmaður stefnumótandi fjarskipta Þjóðaröryggisráðs Hvíta Hússins, svaraði spurningum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Reyndar svaraði hann ekki öllum spurningum heldur kom hann sér fimlega undan erfiðri spurningu frá Jeff Mordock hjá Washington Times. Spurningin snéri að ósönnum fullyrðingum Bandaríkjaforseta, sem Biden hefur komið með að undanförnu. Þannig hélt Joe Biden því fram er hann heimsótti hermenn í Alaska á mánudaginn, að hann hefði heimsótt rústir tvíburaturnanna daginn eftir að þeir hrundu þann 11. september 2001. Einnig sagði hann að afi hans hefði dáið nokkrum dögum fyrir fæðingu hans, á sama sjúkrahúsinu. Þá sagðist hann aukreitist hafa orðið vitni að því er brúin í Pittsburgh hrundi í fyrra. Allar þessar staðhæfingar eru rangar.

„Forsetinn laug því að hafa verið við Ground Zero daginn eftir árásirnar 11. september, hélt því ranglega fram að hann hefði séð Pittsburgh brúnna hrynja, sagði að afi sinn hefði látist á sjúkrahúsi nokkrum dögum áður en hann fæddist á sama sjúkrahúsi. Hvað er í gangi með forsetann?“ spurði Jeff Mordock.

Kirby, sem er fyrrum aðmíráll í sjóher Bandaríkjanna, kom sér undan spurningunni á fimlegan hátt, svo fimlegan að íslenskir stjórnmálamenn myndu jafnvel roðna.

„Forsetinn var djúpt snortinn og stoltur að geta eitt 11. september með hermönnum í Alaska og fjölskydum þeirra og fannst hann heiðraður af nærveru þeirra og af því tækifæri að fá að koma með mikilvægar athugasemdir um hvers vegna við þurfum að halda áfram að minnast þessa dags. Og hann gerði það,“ svaraði Kirby. Og hélt áfram. „Og hann talaði um heimsókn sína á Ground Zero, sem hann fór í um það bil viku eftir árásirnar, og sá hvernig allt leit út, hvernig allt lyktaði og hvernig allt var. Og það hafði mikil áhrif á hann, líkt og það hafði á fjöldi Ameríkana þennan hræðilega dag.“

Hinn áttræði Biden, lýsti á lifandi hátt, senunni á Ground Zero, degi eftir hrun tvíburaturnanna er hann ræddi við herþjónustumenn í Anchorage í Alaska, í athöfn á 22 ára afmæli hryðjuverkaárásanna. „Ground Zero í New York. Ég man þegar ég stóð þar daginn eftir og leit á bygginguna. Mér leið eins og ég væri að horfa á hlið helvítis,“ sagði Biden í athöfninni.

- Auglýsing -

Morcok var ósáttur við svarið Kirby og benti aftur á að Biden „hefði ítrekað sagt hluti sem ekki áttu sér stað, hluti sem auðvelt var að afsanna.“ Bætti hann svo við: „Af hverju gerir hann þetta?“

Kirby svaraði þá: „Forsetinn var þakklátur að fá að eyða tíma með þessum fjölskyldum og þessum hermönnum.“

Myndskeiðið má sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -