Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Hvarf hásetans af Eldey – Bróðirinn beið eftir heimsókn sem aldrei varð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laugardaginn 7. október árið 1950 beið Þorleifur eftir bróður sínum, hásetanum Garðari Gunnari en bátur hans, Eldey EA hafði komið í land í Reykjavík daginn áður. Það var vani Garðars að kíkja á bróður sinn í Kópavogi, á laugardögum, er hann var í landi. En þennan laugardaginn mætti hins vegar hásetinn ekki heim til bróður síns. Hann hvarf sporlaust.

Garðar Gunnar Þorsteinsson

Í Alþýðublaðinu þannn 12. október árið 1950 birtist lítil tilkynning um hvarf ungs háseta, Garðars Gunnars Þorsteinssonar.

Manns saknað í Reykjavík

MANNS að nafni Garðar Gunnar Þorsteinsson frá Súðavík er saknað í Reykjavík. Hann var skipyerji á vélbátnum Eldey frá Hrísey og gekk á land af bátnum í Reykjavík 6. bessa mánaðar, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Garðar er 20 ára gamall, maður hár vexti, með dökkt, liðað hár. Hann var í Ijósbrúnum fötum, á brúnum skóm og berhöfðaður, er hann sást síðast.

Í bók Bjarka H. Hall, Saknað – Íslensk mannshvörf, kemur fram að föstudaginn 6. október árið 1950, hefði vélbáturinn Eldey EA frá Hrísey lagst að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Hinn tvítugi Garðar Gunnar Þorsteinsson, háseti um borð, gekk heim á leið eftir að búið var að búa vel um hnúta skipsins. Hafði hann ætlað sér að ganga til Kópavogar daginn eftir og kíkja í heimsókn til bróður síns, Þorleifs, líkt og hann var vanur að gera þegar hann var í landi. En ekki kom hann í heimsókn þennan laugardag en Þorleifur fór að hafa áhyggjur af honum á mánudagsmorgun en datt í hug að áætlun bróður síns hefðu breyst og að hann væri farinn aftur á sjó. Nokkrum dögum seinna hafði Þorleifur þó samband við skipstjóra Eldeyjar sem tjáði honum að Garðar hefði ekki mætt aftur eftir að þeir komu í land þann 6. október. Fram kemur í frásögninni af hvarfinu, í bókinni, að lítið sé vitað um ferðir Garðars eftir að hann kom í land en þar kemur fram að það hafi verið afar ólíkt honum að láta ekkert heyra í sér, sérstaklega svo dögum skipti.

Þorleifur hafði samband við lögregluna en hún var treg til aðgerða en hún sagði að of langt væri liðið frá hvarfinu, til þess að rannsókn bæri einhvern árangur. Ósáttur við þessar undirtektir hafði Þorleifur samband við frrænda sinn sem var áhrifamaður í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði og fékk hann til að þrýsta á að leit yrði hafin af Garðari. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar tilkynningu um hvarf hásetans en aldrei fundust neinar haldbærar vísbendingar um það hvað hefði orðið um Garðar. Að sögn bókarinnar fengu ættingjar Garðars aldrei svör um afdrif hans, að minnsta kosti engin sem þau gátu sætt sig við. Lögreglan fannst líklegasta skýringin vera þá að Garðar hefði fallið milli skipts og bryggju á leið sinni í land og lík hans svo rekið frá landi en gat þó ekki fært fullnægjandi rök fyrir þeirri kenningu.

Minningarsteinn var reistur um Garðar Gunnar í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnslaus.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -