Skólar sinna ekki kynfræðslu heldur Heilsugæslan
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu, greinir frá því í viðtali við mbl.is að Heilsugæslan veiti kynfræðslu í skólum landsins.
„Heilsuvernd skólabarna er ekki á vegum skólanna, það er á vegum heilsugæslunnar,“ sagði Ragnheiður um málið. „Við erum með okkar skipulag, sem sagt heilsuvernd skólabarna, sem er samræmt á landsvísu og það er samræmt efni sem er á vegum þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu,“ og sagði að Heilsugæslan sé ekki samstarfi við Samtökin 78 né önnur fræðslufélag þegar kemur að kynfræðslu.
„Síðan er það ákvörðun hvers skólastjórnenda hvað annað þeir taka inn af einhverju auka.“