Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Smári McCarthy greinir fréttir síðustu missera: „Ofstækisfullt upphlaup furðumargs fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Smári McCarthy dregur saman helstu umræðuefni samfélagsmiðlanna síðustu daga og vikur í nýlegri færslu.

Hinn fyrrum þingmaður Pírata, Smári McCarthy hefur verið erlendis undanfarið á ferðalögum en segir að eftir stutt innlit á samfélags- og fjölmiðla, sjái hann hverju hann hefur misst af. Telur hann upp það helsta, þar á meðal um það sem hann kallar „Ofstækisfullt upphlaup furðumargs fólks að frumkvæði og undir leiðsögn þekkts nýnasista og hans gervigrasrótarsamtaka gegn því að börnum sé kennt að tilfinningar og vellíðan séu í lagi en að misnotkun sé það ekki.“ Þá nefndi hann áframhaldandi fréttir af „valdamisnotkun að hálfu Sjálfstæðisflokksins, sem enginn kippir sér upp við.“ Að lokum gantast Smári er hann segir: „Ég kem heim eftir nokkra daga. Get ég óskað eftir því að amk eitthvað af þessu verði komið í lag áður en ég lendi?“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ég er búinn að vera á ferðalagi erlendis og fylgjast lítið með Íslandi. En stutt innlit á samfélags- og fjölmiðla sýnir:

– Ofstækisfullt upphlaup furðumargs fólks að frumkvæði og undir leiðsögn þekkts nýnasista og hans gervigrasrótarsamtaka gegn því að börnum sé kennt að tilfinningar og vellíðan séu í lagi en að misnotkun sé það ekki.
– Reiði fólks úr sama hópi yfir því að Forsetinn skuli vitna í konu í ræðu. Ekki er ljóst af samhenginu hvað nákvæmlega fór fyrir brjóstið á þeim, annað en mögulega kyn hennar.
– Áframhaldandi áróðursstríð sama fólks gegn bættum almenningssamgöngum, af ástæðum sem eru algjörlega óljósar og í besta falli heimskulegar.
– Áframhaldandi fréttir af valdamisnotkun að hálfu Sjálfstæðisflokksins, sem enginn kippir sér upp við.
– Áframhaldandi skortur á nýrri stjórnarskrá.
Ég kem heim eftir nokkra daga. Get ég óskað eftir því að amk eitthvað af þessu verði komið í lag áður en ég lendi?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -