Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Nautahakk hækkað um 50 prósent á þremur árum – Samfélagsmiðlastjarna rýnir í gamla kassakvittun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðbólgan og verðhækkanir sökum hennar hafa svo sannarlega snert okkur öll. Stefán B. einkaþjálfari fann á dögunum kassakvittun frá matarinnkaupum í september árið 2020. Hann hefur sett saman myndskeið á samfélagsmiðlinum Tiktok frá verðlagi dagsins í dag til samanburðar. Vörurnar voru keyptar í lágvöruversluninni Bónus.

„Fann þess kvittun frá 12. september 2020. Tjékkum hvað allt hefur hækkað mikið,“ segir Stefán í upphafi myndskeiðins. Stefán fór svo í verslunarleiðangur og kaupir sömu vörur og deilir með fylgjendum sínum vöruverðimismuninum frá árinu 2020 og deginum í dag. Því næst reiknar hann prósentuhækkun vörunnar og birtir til hliðsjónar.

Árið 2020 kostaði eggjabakki 575 krónur en kostar í dag 759 krónur. Það samsvarar 32ja prósenta hækkunar.

Lítill peli af rjóma kostaði 286 krónur en kostar í dag 366 krónur sem er 28 prósent hækkun.

Lifrarpylsa var 575 krónur og er í dag á 698 krónur sem er 28 prósent hækkun.

Nautahakk var á 998 krónur og er í dag á 1498 krónur sem er 50 prósent hækkun.

- Auglýsing -

Innkaupapokinn var á 35 krónur en kostar í dag 49 krónur sem er 40 prósent hækkun.

Nýmjólk var á 164 krónur og er í dag á 205 krónur sem er 25 prósent hækkun.

Steiktur laukur kostaði 109 krónur og er í dag 158 krónur og hefur því hækkað um 45 prósent.

- Auglýsing -

Léttur smjörvi var á 359 krónur og kostar í dag 449 krónur sem er 25 prósent hækkun.

Bónus-malakoff kostaði 198 krónur en kostar í dag 259 krónur og hefur því hækkað um 30 prósent.

SS pylsupakki kostaði fyrir þremur árum 423 krónur en kostar í dag 515 krónur sem gerir 21 prósenta hækkun.

Myndskeið Stefáns hafa náð miklu áhorfi og hafa fjölmargir lýst líðan sinni og undrun í athugasemdum. Myndskeiðin má sjá hér að neðan:

@stefanb.einkathjalfari #ísland #matur #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #íslandídag ♬ original sound – stefanb.einkathjalfari

@stefanb.einkathjalfari #ísland #matur #íslensktiktok #fyrirþig #íslandídag ♬ original sound – stefanb.einkathjalfari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -