„Ég spurði um þennan Vúlgar [slangur: ógeðslega, ljóta] stiga í Breiðholti sem lenti í 8. sæti í kosningunni Hverfið mitt og hvort verkefnin sem voru í sæti 1 til 7 hefðu verið framkvæmd,“ skrifar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi fyrir Flokk fólksins í nýútgefinni færslu í hverfagrúppunni, Íbúasamtökin Betra Breiðholt.
Stiginn sem Kolbrún vísar til er svokallaður þrek/himnastigi sem tengir saman Efra-Breiðholt og Neðra-Breiðholt og var settur upp í kjölfar íbúakosningar inni á Betri Reykjavík árið 2021.

Kolbrún bendir á að þau verkefni sem hlutu flest atkvæði í Breiðholti það árið vor: „Jólaljós í tré milli Efra og Neðra Breiðholts 1451 atkvæði; í öðru sæti nýjar ruslatunnur í hverfið sem fékk 1400 atkvæði. Í þriðja sæti bætt lýsing í hverfið og í 4 sæti jólaljós við Seltjörn.“
Stiginn hlaut 8. sæti í hverfakosningu
Eins og komið hefur fram var smíði og framkvæmd þrekstigans hvergi nærri því að vera í þremur efstu sætunum.
„Í 8. sæti með rúm 800 atkvæði var að reisa þrekstiga úr Neðra Breiðholti í Efra Breiðholt sem búið er að framkvæma. Stiginn kostaði 36 milljónir. Fjárheimild (m.kr.) 130,0“, segir Kolbrún í færslunni.
Svar borgarinnar
Slysagildra fyrir hunda

Viðbrögð Breiðhyltinga og annarra meðlima hópsins leyna sér ekki og eru flestir sammála um að smíðinn og útlit stigans séu hræðileg. Í viðtali við Mannlíf gefur íbúi og hundaeigandi í hverfinu stiganum falleinkunn. „Hönnunin er hægileg og ég skil ekki hvernig fólk á nota hann. Bert stálvirkið hentar illa til þrekæfinga án mikils hávaða. Gönguleiðin sem var áður var greiðfær – en í dag er leiðin ónothæf,“ þá útskýrir hann hvernig hönnun þrepana er skeflileg fyrir litlar loppur sem auðveldlega get fallið á milli í grindargólfi stigans auk þess að svo kölluð vatnsgöt séu gildrur fyrir klær til að festast í. Mýmörg dæmi eru um hunda sem hafa stórslasað sig eftir að festa klærnar í götunum og rifið þær af í heilu lagi.
„Mig situr hljóðan og velti fyrir mér hvort verkið hafi verið boðið út enda kostnaður hans óhóflegur,“ bætir íbúinn við í lokin.