Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Segir rakningarteymið hafa náð ótrúlegum árangri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rakningarteymi almannavarna hefur náð ótrúlegum árangri hér á landi í baráttunni við kórónaveiruna sem veldur COVID-19. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis.

Á fundinum ræddi Kári vísindagrein sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu, ásamt öðrum, í læknaritinu New England Journal of Medicine, í gærkvöld.

Þá hrósaði hann rakningateyminu og sagði það hafa náð ótrúlegum árangri.

Hann sagðist hafa kíkt inn á covid.is morgun og séð að ekki hafi tekist að rekja uppruna aðeins átta smita af 1.727 smitum sem hafa greinst hér á landi. Hann sagði þetta vera ótrúlegan árangur og er stoltur af teyminu. „Ég er býsna montinn af þessu fólki,“ sagði Kári um rakningarteymið.

Þess má geta að uppruni átta smita sem greinst hafa hér á landi er óþekktur á meðan 1.382 smit komu upp hér landi og 337 smit má rekja til útlanda samkvæmt upplýsingum á covid.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -