Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Marilyn Manson dæmdur fyrir hráka og horslummu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson hlaut dóm fyrir að hrækja á ljósmyndara.

Tónlistarmaðurinn umdeildi Marilyn Manson var nýlega dæmdur fyrir að hrækja á og snýta sér á ljósmyndara sem var að vinna á tónleikum sem hann hélt. Samkvæmt lögregluskýrslu tróð söngvarinn andlitinu upp við myndavél ljósmyndarans og spýtti „stórum hráka“. Síðar á tónleikunum nálgaðist hann ljósmyndarann, lokaði fyrir aðra nösina og snýtti horslummu á hann. Einnig er greint frá því í skýrslunni að söngvarinn hafi í framhaldi bent á og hlegið að ljósmyndarnum eftir atvikið.

Fyrir þetta var Manson dæmdur til að sinna 20 tíma samfélagsþjónustu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -