Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Fyrrverandi barnastjarna rak Sigurð er hann bað um launaseðla: „Hann rífur almennt kjaft“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnastjarnan Einar áttavillti var árið 2004 sakaður um að brjóta á starfsmanni sínum í Pústþjónustunni við Smiðjuveg í Kópavogi. Neitaði hann sök og sagði manninn hafa verið rekinn af góðri ástæðu.

Sigurður Ólafsson bifvélavirki sagði í DV á sínum tíma farir sínar ósléttar í samskiptum sínum við fyrrverandi yfirmann sinn, Einar Ólafsson, eða Einar áttavillta eins og hann var gjarnan kallaður en hann sló í gegn sem krakki með laginu Þú vilt ganga þinn veg.

Vildi Sigurður meina að Einar hefði ekki látið hann fá launaseðil allan tímann sem hann vann hjá honum eða í 16 mánuði. Sagðist hann hafa margbeðið hann um að borga í stéttarfélag og lífeyrissjóð eins og lög gera ráð fyrir en að hann hafi ekki viljað gera það. Einar hafi síðan rekið hann þegar Sigurður bað um að hann borgaði sér lögbundið orlof.

Einar áttavillti þvertók fyrir að hafa brotið lög á starfsmönnum sínum og sagðist hafa látið Sigurð fá launaseðil. Seðillinn hafi reyndar verið fyrir allt árið. Sagðist Einar hafa rekið Sigurð fyrir brot í starfi, meðal annars fyrir að melda sig veikan án gildra ástæðna. Þá bætti hann við: „Hann rífur almennt kjaft.“

Fram kemur í frétt DV að orð Sigurðar standi oft gegn orði Einars í málinu en þó hafi Efling stéttarfélag staðfest að Sigurður hafi ekki greitt í stéttarfélags- og lífeyrisgjöld alla 16 mánuðina sem hann vann hjá Einari. En gallinn sé þó sá að hann hafi beðið í allan þennan tíma með að leita til Eflingar og því lítið hægt að gera.

Sigurður fékk fljótlega nýja vinnu og sagðist ánægður að vera laus frá Pústþjónustunni.

- Auglýsing -

Hér má lesa fréttana gömlu:

Barnastjarna á pústverkstæði – Rak mann fyrir að biðja um launaseðil

„Ég vann í 16 mánuði hjá Einari áttavillta en hef aldrei fengið launaseðil. Ég hef margoft beðið hann um að borga í stéttarfélagið og lífeyrissjóð eins og lög gera ráð fyrir en það vill hann ekki gera. Svo þegar ég bað um að hann borgaði mér lögbundið orlof og að hann sendi mér launaseðla á föstudagskvöldið rak hann mig bara,“ segir Sigurður Ólafsson bifvélavirki sem rekinn var frá Pústþjónustunni hjá Einari við Smiðjuveginn í Kópavogi.

Barnastjarnan fyrrverandi, Einar Ólafsson, þekktur sem Einar áttavillti vegna lagsins sem gerði hann frægan, er eigandi póstþjónustunnar. Hann vísar því til föðurhúsanna að hann bryti einhver lög á starfsmönnum. „Sigurður fékk launaseðlana sína og hér eru öll launatengd gjöld greidd. Hann fær bara ekki vikulega eða mánaðarlega launaseðla, heldur fékk hann árlegan launaseðil fyrir síðasta ár,“ segir Einar og kveðst hafa rekið Sigurð vegna brota í starfi, svo sem að melda sig veikan á fölskum forsendum. Einar ætlar ekki að borga Sigurði orlof frá áramótum, vegna þess að fyrirtækinu hefur borist rukkun vegna vangreiddra opinberra gjalda af launum Sigurðar.

- Auglýsing -
Einar „áttavillti“ Ólafsson

Orð Sigurðar standa gegn orðum Einars um margt. Hins vegar getur stéttarfélagið Efling skorið úr um hvort Einar hafi borgað stéttarfélagsgjöld og lífeyrissjóðsgjöld. Að sögn starfsmanns Eflingar hafði Einar ekki greitt stéttarfélags- og lífeyrissjóðsgjöld í byrjun mánaðarins, fyrir alla 16 mánuðina sem Sigurður starfaði hjá Einari. „Það er alveg ljóst að fyrirtækið fór ekki að lögum,“ segir Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu. „Vandamálið í þessu er að starfsmaðurinn er að vinna í 16 mánuði án þess að gera athugasemdir við að hann fékk enga launaseðla. Fólk á ekki að bíða í meira en tvo eða þrjá daga með að kvarta til okkar undan því. Við höfðum ekkert í höndunum til að vinna í þessu máli, ekki launagreiðslur og í rauninni ekkert annað en þennan mann sem kom hingað og sagðist hafa unnið þarna,“ segir Tryggvi.

Sigurður hefur þegar fengið nýtt starf og kveðst feginn að losna úr pústþjónustunni en vill hins vegar vara aðra við. Einar leitar nú að öðrum starfsmanni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -