Elon Mush hyggst byrja að rukka fyrir notkun á X-inu (áður Twitter). Atli Fannar Bjarkason kallar það „tvöfaldan skell“ (e. Double whammy).
Eigandi X og ríkasti maður heims, Elon Musk, sagði í beinu streymi á mánudaginn, þar sem hann ræddi við einn umdeildasta forsætisráðherra heims, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Þar sagðist auðjöfurinn furðulegi, Musk, ætla að hefja rukkun fyrir notkun á samfélagsmiðlinum X.
Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður, X-aði um málið í dag þar sem hann segir sameiginlegan skilning vera sá að samfélagsmiðlarnir séu fríir gegn því að notandi sé sjálfur varan sem seld er til auglýsenda. Það að þurfa brátt að greiða fyrir slíkt, sé „tvöfaldur skellur“.
Færsluna má lesa hér:
„Það var sameiginlegur skilningur að maður notaði samfélagsmiðla frítt gegn því að vera varan sem þeir selja svo til auglýsenda. Fólk sem borgar fyrir þetta er að borga fyrir að leyfa þessum miðlum að selja upplýsingar um sig sem er algjört double whammy“