Byrjað var í dag að hreinsa upp brak á götum Siglufjarðar eftir óveðrið frá því í fyrradag.
Í fyrradag eyðilagðist tveggja hæða hús á Siglufirði með þeim afleiðingum að brak af því flaug út um alla bæ. Eigandinn slapp frá óskaddaður og hefur fengið húsaskjól í bænum. Jóhann Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, sagði við RÚV að byrjað væri að hreinsa upp brakið á götum bæjarins.
„Það er í forgangi núna að tryggja stöðuna á húsinu sem skemmdist mest í óveðrinu. Það stendur opið og þarf að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að frekara tjón geti orðið eða að aðrir hlutir úr húsinu geti fokið af stað. Varðandi landganginn á flotbyggjunni í innri höfninni, það voru gerðar ráðstafanir til koma í veg fyrir að fólk geti komið á hana og það þarf að gera við festingar þar til að það sé öruggt að fara þar um.“