Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Brakið hreinsað af götum Siglufjarðar: „Það er í forgangi núna að tryggja stöðuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Byrjað var í dag að hreinsa upp brak á götum Siglufjarðar eftir óveðrið frá því í fyrradag.

Í fyrradag eyðilagðist tveggja hæða hús á Siglufirði með þeim afleiðingum að brak af því flaug út um alla bæ. Eigandinn slapp frá óskaddaður og hefur fengið húsaskjól í bænum. Jóhann Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, sagði við RÚV að byrjað væri að hreinsa upp brakið á götum bæjarins.

„Það er í forgangi núna að tryggja stöðuna á húsinu sem skemmdist mest í óveðrinu. Það stendur opið og þarf að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að frekara tjón geti orðið eða að aðrir hlutir úr húsinu geti fokið af stað. Varðandi landganginn á flotbyggjunni í innri höfninni, það voru gerðar ráðstafanir til koma í veg fyrir að fólk geti komið á hana og það þarf að gera við festingar þar til að það sé öruggt að fara þar um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -