Framkvæmdastjórinn, fyrrum skipstjórinn og Grundfirðingurinn Runólfur Guðmundsson segir það um skipstjórnartíð sína að hann hafi verið hjátrúarfullur en hann hefur það fyrir satt að ef hann dreymdi miður geðslega drauma um mannaskít þá veiddi hann vel.
Þó hefur það sannast að þetta á bara við í draumum og að draumar verða oft að veruleika því eitt sinn kom upp vandamál um borð með loka í klósettunum en strákarnir um borð voru búnir að finna lausn á því með því að stífla niðurföllin og mæta svo með smúlinn.
„Þeir gleymdu bara að stífla í einu herberginu en það var í skipstjóraherberginu. Þegar ég vaknaði þá fannst mér eitthvað skrítinn draumurinn; ég vissi ekki hvort þetta var draumur eða raunveruleiki. Ég henti mér fram úr kojunni en þá var öll stíflan undir fótum mínum.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.