Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Sigmar leitaði sér aðstoðar á Vogi í sumar: „Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, ritaði öflugan pistill um málefni SÁÁ.

Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson gerir málefni SÁÁ að umtalsefni í nýjum pistli sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar gagnrýnir Sigmar hversu illa ríkisstjórnin hefur komið að málefnum SÁÁ og segir að samtökin búi við fjárskort og að slíkt sé óásættanlegt. Sigmar ræðir um að hann hafi sjálfur þurft að leita sér aðstoðar SÁÁ en ekki nein framhalds meðferð hafi staðið til boða fyrr en löngu síðar. Þá minnir hann fólk að nú geisi ópíóðafaraldur á landinu sem þurfi að taka á.

„SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það.

Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir.“

Hægt er að lesa allan pistil Sigmars á Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -