Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Þórdís segir stærstu ógn kynfræðslu vera fáfræði: „Leyfum ekki fámennum hópi að dreifa ósannindum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona og rithöfundur, hvetur fólk til samstöðu gegn fáfræði.

Eins og Mannlíf fjallaði um í gær hafa samtök og fólk á internetinu verið að taka myndir úr kynfræðslubókum úr samhengi, ljúga til um kennsluefni og saka kennara og samtök um barnaníð án ástæðu. Markmið þessara falsfrétta virðist vera að grafa undan kynfræðslu í grunnskólum landsins. Í gær voru svo haldin mótmæli fyrir utan Alþingi undir nafninu „Látið börnin okkar í friði – Friðsæl mótmæli“ og skráðu alls 26 einstaklingar sig í þau mótmæli. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona og rithöfundur, gerði umræðu undanfarna daga að umtalsefni í nýjum pistli sem hún birti á Facebook. Þar hvetur hún til samstöðu gegn fáfræði, leggur áherslu á hversu mikilvæg kynfræðsla sé og að fámennur hópur eigi ekki að komast upp með að dreifa lygum.

„Kynfræðsla kennir börnum nefnilega hver mannréttindi þeirra eru. Barnaníðingum stafar réttilega mikil ógn af kynfræðslu, því það er miklu erfiðara að misnota barn sem þekkir rétt sinn. Barn sem þekkir rétt sinn er ólíklegra til að trúa lygunum sem ofbeldisfólk matreiðir ofan í það, og er líklegra til að segja frá,“ sagði Þórdís meðal annars í pistlinum.

„Vitandi þetta, og þekkjandi ótal hliðstæður frá öllum heimshornum þar sem kynfræðsla dregur úr kynferðisofbeldi, fallast mér hendur yfir þeirri fáfræði sem endurspeglast í því að fullorðið fólk taki sig saman og mótmæli kynfræðslu (sem þau kalla reyndar „klámfræðslu“ í meðfylgjandi skjáskoti) undir því yfirskini að það „verndi börn“. Stærsta ógnin við velferð barna á þessu sviði er ekki þekking, heldur fáfræði sem viðheldur þögn – en eins og níðingar þekkja vel þrífst ofbeldi best í þögninni.
Verum tortyggin gagnvart þeim sem vilja að börn þekki ekki réttindi sín. Fólk sem vill ekki að aðrir kunni að draga mörk er oft sama fólkið og hagnýtir sér markaleysi annarra,“ og segir að fólk þurfi að passa sig á einstaklingum sem dreifum lygum.
„Við lifum á tímum upplýsingaóreiðu, og þess vegna er mikilvægt að við leyfum ekki fámennum hópi að dreifa ósannindum. Þau hafa reyndar rétt fyrir sér varðandi eitt: Börn verðskulda vernd. Besta verndin er fólgin í þekkingu, því eins og Fredrick Douglass sagði réttilega: Það er auðveldara að byggja upp sterkt barn en að tjasla saman niðurbrotnum fullorðnum einstakling.“

 

Hægt er að lesa allan pistilinn hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -