Lögreglu barst í nótt tilkynning um að blóðugur maður hefði sést við rafmagnshjól. Hinn slsaaði hafði sést ganga óstuddur frá hjólinu. Þegar lögreglu bar að var hinnslasaða hvergi að sjá en rafmagnshjólið lá á hliðinni og blóðpollur umhverfis það. Ekkert liggur fyrir um frekari örlög þess slasaða.
Talsvert var um dularfullar mannaferðir sem ekki tókst að upplýsa um frekar. Miðborgarlögreglu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. Ekkert að sjá þegar lögregla kom á vettvang og hinnir skuggalegu voru horfnir sporlaust. Þá varst lögreglu tilkynning um aðfinnsluvert aksturslag en hvorki ökumaður né bifreið fannst.
Tveir menn í annarlegu ástandi voru að væflast við veitingarstað í miðbænum. Lögreglan vísaði þeim á brott.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Tekið var sýni og hann verður látinn sæta ábyrgð.
Tilkynnt um líkamsárás á svæði Breiðholtslögreglu. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við fórnarlamb. Málið í rannsókn. Þá barst lögreglu tilkynning um slagsmál á sama svæði. Tókst þeim að skakka leikinn og óljóst er með eftirmál. Íbúum varð ekki svefnsamt vegna hávaða við vð byggingaframkvæmdir. Þegar lögreglu bar að garði var framkvæmdum lokið.
Tilkynnt um glæfraakstur á svæði Grafarvogslögreglu. Bifreiðin fannst ekki. Á sama svæði var maður stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Hann bar þess merki að vera undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Nauðsynleg sýni voru tekin úr manninum.