Stefán Pálsson er síður en svo sáttur við viðskiptabankann sinn.
Stóra ýsu-í-karrý-málið heldur áfram. Mannlíf sagði frá því í gær að fyrir mistök hafi Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjórsérfræðingur og sitthvað fleira, verið rukkaður um tæpar 300 þúsund krónur fyrir ýsu í karrý, sem hann keypti í fiskibúð. Í morgun uppfærði Stefán fréttina af málinu en hann segist „grautfúll“ við samskiptaleysi bankans sem ætlaði að bakfæra upphæðina en lét hann bíða í tvo sólarhringa. Eftir biðina hringdi hann aftur í bankann og var þá tjáð að Valitor væri að skoða málið en að þjónustufulltrúinn myndi heyra í Valitor. Fimm mínútum síðar hringdi þjónustufulltrúinn og tjáði Stefáni að búið væri að bakfæra upphæðina. „Ég ætla rétt að vona að það hafi verið heppileg tilviljun frekar en að það hafi bara þurft örstutt símtal frá bankanum til Valitor til að kippa þessu í liðinn.“
Ástæðuna fyrir fýlunni út í bankann sagði Stefán vera þá staðreynd að hann hafi ekki fengið neina tilkynningu um að bilun væri í gangi og unnið væri í að laga hana. „Það er hrein tilviljun að þessi ranga færsla hafi ekki sprengt heimildina mína á kortinu sem þar með hefði orðið ónothæft með tilheyrandi vandræðum.“
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Nýjustu fréttir af stóra ýsu-í-karrý-málinu. Eftir að tæplega 300 þúsund krónu færslan á Visa-kortinu hafði verið í bið í tvo sólarhringa hringdi ég í annað sinn í bankann. „Æ, ert þú einn af þeim sem lentu í þessu!“ – sagði þjónustufulltrúinn á hinum endanum. „Ég ætla að hringja núna í Valitor, þeir voru eitthvað að skoða þetta. Fæ svo að heyra í þér.“
Fimm mínútum síðar fékk ég símtal með staðfestingu á að þetta væri komið í lag. Ég ætla rétt að vona að það hafi verið heppileg tilviljun frekar en að það hafi bara þurft örstutt símtal frá bankanum til Valitor til að kippa þessu í liðinn.