- Auglýsing -
Að lágmarki þrír voru handteknir af sérsveitinni rétt eftir hádegi í dag.
Að minnsta kosti þrír einstaklingar voru handteknir í dag í lögregluaðgerðum í Flúðaseli í Efra-Breiðholti. Tók sérsveitin þátt í aðgerðunum. Ævar Pálmi Pálmason, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði RÚV frá því að þarna hafi lögreglan verið að fylgja eftir máli sem hefur verið til rannsóknar en gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti.
Er þetta í annað skipti á stuttum tíma sem lögreglan handtekur einstaklinga í þessu tiltekna húsi.