Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um hádegisbil og verður við leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long í dag við strandlengjuna, þ.e. frá Gróttu og suður fyrir Álftanes. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Þar segir að björgunarsveitarmenn munu jafnframt vakta sama svæði á háfjöru.
Ekkert hefur spurst til Söndru síðan á skírdag en bíll hennar fannst á Álftanesi á laugardaginn og hafa björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar leitað á því svæði síðan þá.
Lögreglan hefur bent á að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.