Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Áslaug segir lífið vera kynlíf: „Getur verið án fullnæginga“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Kristjánsdóttir, kynlífsráðgjafi, gaf út bókina Lífið er kynlíf í ágúst.

Kynlífsráðgjafinn Áslaug Kristjánsdóttir hefur hjálpað ýmsu fólki í gegnum ævina varðandi kynlíf og ákvað að skrifa bók til koma skilaboðum sínum á framfæri. En Áslaug er einnig kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Áslaug er virt á sínum sviðum og kennir meðal annars við læknadeild HÍ og sálfræðideild HR.

„Ég skrifaði einmitt í bókinni að kynlíf er hugsanir og snertingar,“ sagði Áslaug í samtali við Heimildina þegar hún var spurð út á hvað kynlíf gengur. „Ef þú ætlar að eiga möguleika á að stunda gott kynlíf þá þurfa hugur og líkami að vinna saman. Hjúkrunarfræðingar nota heildræna nálgun, við lítum á fólk sem heild en ekki hluta. Við erum alltaf að hugsa um allan líkamann og alla sálina sem er inni í líkamanum.“ 

Áslaug sagði að ef hún væri læknir myndi hún mæla með sjálfsfróun við fólk af því að það hefur svo róandi áhrif.

„Við framleiðum róandi og tengjandi taugaboðefni og hormón við að stunda kynlíf, hvort sem við fáum fullnægingu eða ekki,“ sagði kynlífsráðgjafinn. „Þetta veldur því að svefninn verður betri og við eigum auðveldara með að fara í djúpsvefn. Ef maður hefur ekki áhuga á þessu þá getur maður líka gert öndunaræfingar til að róa hugann eða hugleitt. Ég er ekki að segja að kynlíf eða sjálfsfróun sé lausnin við öllum vanda heimsins, en þetta er í vopnabúrinu okkar. Við þurfum að kanna margar leiðir og það þurfa að vera krydd í tilverunni.“ 

„Frábært kynlíf getur verið án fullnæginga. Ég hugsa að fyrir flesta þá myndu þeir segja að kynlífið yrði betra ef maður fær fullnægingu, það eru fáir sem slá hendinni á móti því. En að fá ekki fullnægingu í einhverju tilteknu kynlífi ætti ekki að vera stórmál,“ sagði Áslaug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -