Hildur Pálsdóttir ræddi um dótturmissi í hlaðvarpi.
Í hlaðvarpinu Sterk Saman ræddi Hildur Pálsdóttir andlát 15 ára dóttur sinnar en dóttir hennar var nýkomin úr meðferð þegar hún lést. „Alma var ofboðslega glaður krakki og aldrei lognmolla í kringum hana. Hún söng eins og engill og tók þátt í fullt af söngkeppnum sem hún vann yfirleitt,“ sagði Hildur um málið. Samkvæmt Hildi komst Alma í kynni við vímuefni vegna vinahóps sem hún var þegar hún var 12 ára.
„Það var eldri strákur sem sprautaði hana í fyrsta skipti, gegn hennar vilja, og eftir það var ekki aftur snúið. Þá var hún 14 ára,“ sagði Hildur um hvernig Alma byrjaði að nota sterkari fíkniefni. Á sama ári fór Alama í sína fyrstu meðferð á Vogi og fór í heildina þrisvar sinnum í slíka meðferð. Stuttu eftir síðustu meðferðina kom Hildur að dóttur sinni látinni í rúmi eftir vinnu.
Mbl.is greindi frá