Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Jeremy Corbyn með kött á öxlinni í miðbæ Reykjavíkur: „Hann var mjög almennilegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jeremy Corbyn sat fyrir með ketti á skemmtilegri ljósmynd sem tekin var í miðbæ Reykjavíkur um helgina.

Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, var á Íslandi um helgina, í boði Ögmundar Jónassonar. Ögmundur hélt fund í Safnahúsinu á laugardaginn sem bar heitið Til róttækrar skoðunar. Corbyn hélt fyrirlestur á fundinum þar sem hann sagði gestum frá því hvers vegna þörf sé á sósíalisma.

Helga Vala Helgadóttir, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar mætti á fundinn og sagð fyrirlestur Corbyn hafa haft djúp áhrif á hana, í færslu á Facebook þar sem hún sagði meðal annars:

„Mun vera næstu daga að melta fyrirlestur Jeremy Corbyn á fundi sem Ögmundur Jónasson hélt í Safnahúsinu í dag. Hann hafði djúp áhrif á mig og snerti mína réttlætistaug.“

Andrew nokkur, breskur íbúi í miðborg Reykjavíkur birti bráðskemmtilega ljósmynd af Corbyn, sem hann hitti á göngu í miðbænum. Köttur Andrew, Chewie, klifraði upp á bak leiðtogans fyrrverandi sem brosti yfir athæfinu. „Hann var mjög almennilegur, mjög jarðbundinn. Hann sagði mér að hann ætti líka kött,“ sagði Andrew í samtali vði Mannlíf og bætti við: „Ég sagði honum að Bretar hafi misst mikið þegar hann hætti.“

Hér má sjá myndina skemmtilegu:

- Auglýsing -
Corbyn og Chewie
Ljósmynd: Andrew.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -