Skemmdir unnar á stúkunni Grindavík
Miklar skemmdir voru unnar á áhorfendastúkunni við aðalvöll UMFG um helgina. Tugir sæta höfðu verið eyðilögð eða skemmd þegar vallarstjórinn Orri Freyr Hjaltalín mætti til vinnu.
„Þetta er einhver hópur af krökkum eða unglingum sem er að hanga hérna í stúkunni. Sum af þessum sætum voru léleg og hálf brotin, en það er búið að taka c.a. 10 sæti sem ekkert var að og mölbrjóta þau, ásamt því að taka ónýtu sætin og brjóta þau algjörlega. Við viljum komast til botns í þessu máli og finna þá sem eru ábyrgir fyrir þessari eyðileggingu,“ sagði Orri Freyr á grindavik.is.
Nokkuð ljóst er að það mun kosta háar fjárhæðir að laga þetta og vill félagið beina þeim sem vita eitthvað um málið að hafa samband við Orra Frey, vallarstjóra, í síma 867-0255.