Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Áfram leitað að Söndru Líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglu og björgunarsveitir hafa áfram leitað að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long frá því klukkan sex í morgun. Leitin beinist að Álftanesi þar sem bifreið hennar fannst um hádegisbil í gær.

Í samtali við fréttastofu Vísis segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að leitað verði á ströndinni á Álftanesi út að Suðurnesjum. Meiri kraftur verði færður í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Ekki liggi fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leitinni, en búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg. Kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni komi einnig að leitinni.

Sjá einnig: Leit stendur yfir að Söndru Líf

Ekkert hefur spurst til Söndru Lífar síðan á fimmtudag, skírdag, þegar hún yfirgaf heimili vinkonu sinni um hálf sexleytið. Var hennar fyrst leitað í Hafnarf og svo á Álftanesi eftir að bifreið hennar fannst. Ríflega hundrað björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í aðgerðum auk Landhelgisgæslu og lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -