„Visa-svikin eru s.s. upplýst og málið komið í góðan farveg. Enginn skaði skeður.“ Þetta skrifar dagskrárgerðarkonan og núvitundarfrumkvöðullinn Ásdís Olsen í færslu sem hún birtir á Facebook.
Ásdís greindi frá því í Facebook-færslu í gær að óprúttinn aðili hefði stolið samtals 809.000 krónum af bankareikningi hennar. Færslurnar hafi verið teknar út hjá símafyrirtækinu Nova, þar sem örðuglega hafi gengið að fá hjálp að hennar sögn, því enginn hafi svaraði á skiptiborðinu. Nokkru seinna greindi Ásdís frá því að öryggisstjóri Nova væri kominn í málið og hafi tekið það föstum tökum. Nú virðist málið vera leyst.
Sjá einnig: Netþrjótar stálu hundruðum þúsunda af reikningi Ásdísar Olsen
„Ég fékk s.s. frábæra þjónustu hjá Nova,“ skrifar Ásdís í færslunni á Facebook í dag, „en þar fór her manna í að rekja kaupin sem gerð voru í netverslun þeirra á minn kostnað.“
Ásdís segir að kenningin sé sú að óprúttni aðilinn, sem komst inn á bankareiknin hennar, hafi ætlað að selja vörurnar til að fjármagna neyslu en gert nokkur mistök eins og að fylla á síma og gefa upp netfang. Hún lætur nokkra hláturskarla fylgja með þessum síðustu ummælum.