ORF Líftækni tekur þátt í þróun og framleiðslu á vaxtaþáttum fyrir vistkjöt.
Fyrirtækið var stofnað á 2001 en hefur frá 2019 þróað vaxtaþætti sem henta til vistkjöts framleiðslu. En vistkjöt er kjöt er ræktað án þess að dýr sé alið eða slátrað en slíkt hefur talsvert umhverfisáhrif.
„Fimmtán prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum stafar frá hefðbundinni kjötneyslu. Það eru nokkrar leiðir sem að heimurinn hefur til að minnka þessa losun, þær fela allar í sér að hætta að borða hefðbundið kjöt. Þú getur hætt að borða kjöt með því að borða plöntur, grænmeti og grænmetisafurðir. En ef þú vilt borða kjöt, þá verður betra að borða vistkjöt heldur en hefðbundið kjöt,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni, í samtal við mbl.is um málið.
„Fyrirtækin sem framleiða vistkjöt taka sýni, eða vökva, úr vöðva úr lifandi dýri, svo er þessi vökvi tekinn og stofnfrumur, eða ósérhæfðar frumur úr vökvanum, settar í rækt. Í þessari rækt þurfa að vera þessir vaxtarþættir sem við framleiðum, til þess að frumurnar fjölgi sér og sérhæfi sig,“ sagði Berglind en tekur fram að dýrin sem lendi í sýnatökum verði ekki fyrir skaða í ferli.