Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Kári Stefánsson: „Fólk gæti verið að dreifa veirunni án þess að vita af því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er svo­lítið ógn­vekj­andi. Fólk gæti því verið að dreifa veirunni án þess að vita af því.“
Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við vefútgáfu banda­ríska tíma­ritsins USA Today, þar sem fjallað er um aðgerðir stjórn­valda hérlendis til að tak­marka út­breiðslu veirunnar og rann­sókn­ir Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar á henni.

Í greininni, sem mbl.is vekur athygli á, segir Kári m.a. frá því að um það bil helmingur þeirra sem hafi greinst með veiruna á Íslandi séu einkennalausir. Það sé dálítið óhugnalegt. Þá segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að svo virðist sem tilraunir yfirvalda til að hamla útbreiðslu veirunnar séu farnar að bera árangur, með tilliti til þess að lítið sam­fé­lags­legt smit standi annað hvort í stað eða fari minnk­andi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -