Lögreglan tjáir sig ekki um Albert Guðmundsson.
Greint var frá því fyrir tíu dögum að rannsókn á meintu kynferðisbroti Alberts Guðmundssonar, knattspyrnumanns, væri lokið og að málið væri komið inn á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mannlíf hafði samband við lögregluna til að reyna fá upplýsingar um stöðu málsins en ekki hafa nein svör borist.
Albert, sem er leikmaður Genoa á Ítalíu, má ekki spila landsliðinu að óbreyttu en hann hefur á undanförnum vikum verið orðaður við stórliðin Napoli og Roma. Málið virðist ekki ætla hafa nein áhrif á hans feril á Ítalíu. Fyrr á ferlinum lék Albert í Hollandi. Hefur hann leikið 35 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim sex mörk.