Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Stjórnvöld vísa átta barna móður úr landi: „Andleg staða barnanna hefur versnað verulega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vísa á einstæðri móður með átta börn, þar af sex undir lögaldri, úr landi, þrátt fyrir að elsta dóttirin sé í geðrofi og tíu ára dóttir hennar sé flogaveik.

Samtökin Réttur barna á flótta birti ljósmyndir á Facebook af börnum sem stjórnvöld á Íslandi hyggjast vísa úr landi einstæðri móður frá Palestínu en fjölskyldan kom til Evrópu í gegnum Spán. Fjölskyldan er stór en börnin eru alls átta en þar af eru sex þeirra undir lögaldri. Sú elsta er andlega fötluð og er í geðrofi, samkvæmt Réttur barna á flótta og tíu ára dóttir konunnar þjáist af flogaveiki. Þá er ungur sonur konunnar að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í í lok ágúst.

Með ljósmyndunum sem samtökin birtu, er texti sem lýsir slæmri meðferð barnanna hér á landi. Þar kemur fram að þann 4. september hafi fjölskyldan verið flutt í Bæjarhraun 16, sem er á vegum Ríkislögreglustjóra. „Þar eru aðstæður sérstaklega slæmar fyrir börn og andleg staða barnanna hefur versnað verulega,“ segir í færslunni og einnig tekið fram að börnin sem eru á grunnskólaaldri, hafi ekki fengið að fara í skóla í þá tæpa níu mánuði sem þau hafa verið hér á landi. Í færslunni kemur fram að börn á flótta hafi sömu réttindi og önnur börn á Íslandi, „hvað varðar menntun, leik, heilbrigðisþjónustu en líka öryggi.“

Lokaorð færslunnar eru sterk: „Veik börn eru sérstaklega viðkvæm og við mótmælum brottvísun þeirra, slíkt felur í sér framlengingu á óvissu og óöryggi og endar oftar en ekki í heimilisleysi, ofbeldi og misnotkun á börnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -