„Fyrsta sem ég mun gera ef ég verð forseti er að reka alla ríkisstjórnina eins og hún leggur sig.“ Þetta segir sjálftitlaði þjóðfélagsverkfræðingurinn Axel Pétur Axelsson í samtali við Fréttablaðið en hann hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Axel Pétur ætlar því að bjóða sig gegn sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannessyni, sem hefur gefið út að hann sækist eftir endurkjöri.
Segist Axel þegar byrjaður að safna undirskriftum en í viðtalinu er bent á að kosningar verði haldnar safnist nægilega margar undirskriftir. Þess er jafnframt getið að á Íslandi sé þingræði og í því felist að eingöngu Alþingi geti vikið ríkisstjórn frá með því að samþykkja vantraust á ríkisstjórnina