Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Bóluefni er ekki raunhæfur kostur“ – Telja að Lilja hafi átt að sleppa því að tjá sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að mati Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins þarf að tryggja „súrefni til hagkerfisins innanlands á komandi mánuðum þar sem afar ósennilegt er að opnast muni fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni.“ Kom þetta fram í hlaðvarpi ViðskiptaMoggans, Viðskiptapúlsinn.

„Bóluefni er ekki raunhæfur kostur,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag aðspurður um þessi orð Lilju, bóluefni taki einfaldlega of langan tíma í þróun. Þórólfur sagði þó að hann óskaði þess að hann hefði rangt fyrir sér í þessum efnum.

Nefndi hann að hugsa þurfi leiðir til að takmarka að kórónuveiran berist aftur til landsins. Til að koma í veg fyrir það gæti þurft að takmarka ferðir til og frá landinu. Sagði hann ómögulegt að segja hve langur tími muni líða þar til faraldurinn er yfirstaðinn að fullu.

Telja að Lilja hafi átt að sleppa því að tjá sig

Nokkur umræða hefur skapast um orð Lilju í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, enda ljóst eins og kom meðal annars fram í úttekt Mannlífs að faraldurinn hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni hér á landi.

Í úttekt Mannlífs í lok mars kom fram að stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa margir hverjir þegar afskrifað sumarið. Flestir þeirra segjast geta lifað af mánuð eða tvo, með aðstoð stjórnvalda, en að svo þyngist róðurinn verulega. Þeir spá því sumir að fjölmörg fyrirtæki gætu farið í þrot.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Ögurstund fram undan í ferðaþjónustu

„Menntamálaráðherra grípur hér fram fyrir hendurnar á þríeykinu. Er hún bara að hugsa upphátt eða er þetta opinber yfirlýsing? Við sem erum í ferðaþjónustu þurfum að vita það. Þetta er mjög drastísk leið en mikilvægt að vita ef búið er að ákveða þetta,“ segir stofnandi innleggsins í Baklandi ferðaþjónustunnar.

Nokkrir tjá sig um að málaflokkur sé ekki á ábyrgð Lilju og hefði hún því átt að sleppa því að tjá sig: „Þetta var sérdeilislega kjánaleg yfirlýsing hjá henni. Ekki hennar málaflokkur heldur svo sennilega ætti hún að láta málið vera í höndunum á þeim sem vita hvað þeir/þau eru að tala um. Venjulega er hún gætin í orðum en eitthvað virðist hafa hlaupið í hana til að bulla svona,” skrifar einn.

- Auglýsing -

„Hún hefur helst til lítið um þetta að segja svo væntanlega var hún að hugsa upphátt og óþarfi að yfiranda,“ skrifar annar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -