Kibbi í Baulu segir sögu sína: „Dóninn sagði að ég væri aumingi og drullusokkur“

top augl

Sjóarinn Kristberg Jónsson á að baki langan feril sem sjómaður og seinna veitingamaður. Þegar honum var sagt upp skipsplássi söðlaði hann algjörlega, fór í land, um og haslaði sér völl í veitingageiranum. Hann rak lengi áningarstaðinn Baulu í Borgarfirði en seldi seinan reksturinn og hvarf til annarra starfa. Kibbi í Baulu naut mikilla vinsælda hjá flestum. Hann segir meðal annars frá því í nýjasta viðtali Sjóarans að eitt sinn hafi ónefndur sjóari frá Ísafirði verið að þrífa bílinn sinn á þvottaplani staðarins en sá var ósáttur við að slangan læki og hellti sér yfir Kristberg.

Þá dró ég upp hnífinn

„Hann var eitthvað að argast út í mig og var bara með dónaskap þannig að ég fór bara og skar á slönguna. Æ, þetta var einhver gamall sjóari frá Ísafirði, ég bara man ekki nafnið á honum, hann var eitthvað að tala um að ég hefði aldrei verið ráðinn á sjó og væri aumingi og drullusokkur. Þá dró ég upp hnífinn og skar á slönguna.“

Kristberg er fæddur og uppalinn á Grundarfirði og lengst framan af ævi var hann til sjós.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni