Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Poula ætlar að kæra þann sem hjólaði á hana: „Sjálfsmyndin mín er í fokki eftir þetta kvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Poula Rós Mittelstein ætlar sér að kæra einstaklinginn sem hjólaði á hana um helgina á rafmagnshlaupahjóli. Framtönn datt úr henni og tvær tennur losnuðu. Höggið var svo slæmt að hún man ekkert eftir atvikinu.

Poula Rós eftir áreksturinn

Mannlíf sagði frá því að Poula Rós, þrítug, þriggja bara móðir sem býr á Reyðarfirði, hefði leitað á náðir Facebook við að finna vitni að því sem hún taldi í fyrstu hafa verið líkamsárás á hana. Hún hafði farið út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi en vaknað á sjúkrahúsi með brotna framtönn, lausar tennur og bólgið andlit. Þegar á leið á sunnudaginn fékk Poula þær upplýsingar að ekki hefði verið ráðist á hana, heldur hafi einstaklingur hjólað á hana á rafmagnshlaupahjóli. Var Poulu sagt af lögreglukonu að maðurinn hefði hjólað í burtu eftir slysið en samkvæmt upplýsingum Mannlífs er það rangt, lögreglan ræddi við manninn á vettvangi.

Mikil aukning slysa

Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagði í samtali við Mannlíf að tekin hafi verið prufa af manninum til að sjá hvort hann hefði verið undir áhrifum. „Það á svo bara eftir að koma í ljós. Eins og í öllum umferðaslysum er tekið sýni og það kemur bara í ljós.“
Aðspurður hvort fjölgun hafi orðið í rafhlaupahjólaslysum segir Guðmundur svo vera. „Þetta er búið að stóraukast. Það er svo mikill hraði á þessum hjólum. Þó að þau séu ekki öll breytt, þá eru þau á alveg 20, 25 kílómetra hraða og þú beygir kannski snögglega af gangstéttinni og yfir gangbraut. Og umferðin, þó hún sé ekkert hraðari en vanalega þá er fólk ekki orðið nógu vant þessu. Það liggur við að öll svona hjól ættu ekki að komast hraðar en á 10 niðri í bæ og við stórar umferðaræðar, á ákveðnum tímum.“

Ætlar að kæra

Poula sagði í samtali við Mannlíf í dag að hún hafi hringt í lögregluna í dag og sagt henni að hún hyggðist kæra ökumann rafhlaupahjólsins og bíður nú símtals frá lögreglunni þar sem hún verður boðuð í viðtal. Poula fór til tannlæknis á mánudaginn. „Ég borgaði 200.000 fyrir að láta rétta allan góminn, þarf tvö innplant sem er ekki hægt að setja strax í því beinið er brotið. Hann saumaði líka varirnar að innan og skurðinn þar sem framtönnin brotnaði úr. Er mjög illa farin í munninum.“

- Auglýsing -

Að sögn Poulu er sjálfmyndin í molum eftir slysið. „Ég er bara rosalega lítil í mér og sjálfsmyndin mín í fokki eftir þetta kvöld.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -