Lögreglu barst tilkynning upp úr hádegi í gær um mann í annarlegu ástandi í hverfi 104. Þegar lögregla fann manninn kvaðst hann ekki hafa í nein hús að vernda og bað um að fá að gista í fangaklefa. Lögregla samþykkti tillögu mannsins og var honum ekið niður á Hverfisgötu þar sem hann fékk að hvíla sig.
Síðar um daginn var lögregla kölluð út í Kópavogi vegna slyss í heimahúsi. Þar hafði kona fengið heitan vökva í andlitið en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort hún hafi slasast alvarlega. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.