Föstudagur 8. nóvember, 2024
7.7 C
Reykjavik

Ásdís Rán og Arnar Grant saman í ræktinni: „Að hafa einhvern til að sparka í rassgatið á sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ofurfyrirsætan og einkaþjálfarinn Ásdís Rán segir frá því á instagraminu sínu að hún sé aftur mætt á klakann. Hún lýsir sumrinu sem góðu en nú sé kominn tími til að taka málin í sínar hendur og koma sér aftur í form. Hún er byrjuð í átta vikna æfingaprógrammi hjá vini sínum, Arnari Grant. „Hann ætlar að koma mér í svaka form,“ segir Ásdís og útskýrir að fyrirhuguð sé ljósmyndataka fyrir forsíðu tímaritsins FHM.

Bindur Ásdís miklar vonir við árangurinn og veltir fyrir sér: „Spurning hvort kjéllingin komist ekki í hörku form.“ Ásdís deilir því einnig með fylgjendum sínum að hún haldi „Sober-october“ (edrú-október) og sleppi því að neyta áfengis í mánuðinum. Hún hefur verið þátttakandi í fyrrnefndu átaki í sjö ár og er ánægð með árangurinn. „Frábært detox fyrir alla – Ég mæli með því,“ bætir hún við.

Ásdís Rán fór í mælingu til Arnars. „Ég er 19 prósent fita,“ útskýrir Ásdís Rán og segist hafa það að markmiði að vera í toppformi um jólin og  komast niður í 14 prósent.

„Þetta er ekki auðvelt þegar maður er kominn á minn aldur. Maður þarf að leggja mikið á sig,“ segir Ásdís en segist vera full tilhlökkunar fyrir verkefninu.

Margir velta eflaust vöngum yfir því hvers vegna einkaþjálfari þurfi á einkaþjálfara að halda og útskýrir Ásdís: „Það er skemmtilegra að hafa einhvern til að sparka í rassgatið á sér,“ og segir aðhaldið og stuðninginn ómetanlegan. Ásdís viðkennir að hún geti þetta alveg sjálf:„Ég er bara löt, og mér finnst betra að hafa einhvern með mér.“

Ásdís Rán ætlar að deila með fylgjendum sínum ferlinu og jafnvel gefa góð ráð þegar kemur að þjálfun. Hún hvetur alla til að fylgjast með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -