Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fréttatilkynning frá Björk um sjókvíaeldi:„Við skorum á þessi fyrirtæki til að draga sig til baka!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þær mótmæla harðlega sjókvíaeldi á Íslandi.

Í yfirlýsingunni segjast þær stöllur vilja gefa lag sem þær sungu saman og láta ágóðann af laginu renna til baráttunnar gegn sjókvíeldi á Íslandi.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Góðan daginn.

Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalía sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október.

Íbúar Seyðisfjarðar mótmæltu því að fjörðurinn þeirra yrði líka lagður undir þetta. Þeir eru í málaferlum vegna þess og okkur langar til að hjálpa til með kostnaðinn. Þetta gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðra firði í heiminum.

- Auglýsing -

Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum.

Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að mál málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.

Illa farinn lax.
Ljósmynd: Veiga Grétarsdóttir

Þetta hefur haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring og fiskurinn í kvíunum þjáist við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra er vanskapaður eða heyrnalaus. Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út. Það er ennþá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki til að draga sig til baka!

- Auglýsing -

Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna! Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi þessu. þannig að þessi mótmæli eru um það að breyta vilja fólksins í lög. Bændur ætla að fjölmenna á laugardaginn klukkan 3 á Austurvelli. 

Við styðjum þá. 

Sjáumst við alþingið

https://www.facebook.com/events/844374740559925

Björk 

Ungir umhverfissinnar

Náttúruverndarsamtök Íslands

Landvernd

Landssamband veiðifélaga

Verndarsjóður villtra laxastofna

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn

VÁ – Félag um vernd fjarðar

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -