David Beckham leiðrétti eiginkonu sína þegar hún sagðist hafa alist upp í verkamannafjölskyldu.
Netflix hefur hafið sýningu á heimildarþáttum um Beckham-hjónin en þátturinn hefur heldur betur slegið í gegn og er í fyrsta sæti yfir vinsælustu þættina á Íslandi. Í klippu sem birtist á X (áður Twitter), er Victoria í viðtali þar sem hún segist hafa alist upp í verkamannafjölskyldu. David, sem var í næsta herbergi, rak höfuðið út úr dyrunum og spurði konu sína: „Vertu heiðarleg.“ Þessu svarar Victoria: „Ég er heiðarleg.“ Þessu var David ósammála: „Vertu heiðarleg. Hvernig bíl notaði pabbi þinn til að keyra þér í skólann?“ Viktoría svaraði vandræðalega: „Sko, pabbi minn hann …“ Þarna greip David orðið: „Nei, bara eitt svar.“ Viktoría reyndi aftur að fara framhjá spurningunni en eiginmaðurinn spurði hana aftur hvernig bíl pabbi hennar hefði átt. Victoria svaraði þá loksins spurningunni og kom þannig upp um lygarnar: „Á níunda áratugnum átti pabbi Rolls Royce.“ „Takk,“ svaraði David og lokaði dyrunum. Og eftir sat vandræðaleg Victoria. Myndskeiðið spaugilega má sjá hér fyrir neðan.
David Beckham calls out wife Victoria for saying she grew up ‘working class’ in new Netflix docuseries:
“Be honest! What car did your dad drive you to school in?”pic.twitter.com/bVTFv97cGa
— Pop Crave (@PopCrave) October 5, 2023