Söngfuglinn Arnar Jónsson hefur ráðið sig í nýja vinnu.
Arnar Jónsson, stórsöngvari, hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa í Rangárþingi eystra og er greint er frá þessu á Hvolsvollur.is. Arnar er líklega þekkastur fyrir að vera meðlimur í strákasveitinni Luxor sem gerði garðinn frægan á árunum 2007 til 2008 en voru þeir tilraun Einars Bárðasonar, umboðsmanns, til að gera strákaútgáfu af Nylon. Þó að hljómsveitin sé ekki lengur starfandi er Arnar sem ennþá á fullu við að syngja og er plata væntanlega frá honum á næstu mánuðum.
„Ég veit ekki alveg hvenær við gefum þetta út, það eru alls konar pælingar á lofti úti sem eru mjög spennandi. Ég er samt ekki alveg með svörin við þeim núna,“ sagði Arnar í samtali við mbl.is um plötuna.
Arnar er með Bsc. gráðu í Vél- og orkutæknifræði frá HR og er einnig menntaður húsasmiður. Síðast starfaði Arnar sem verkefnastjóri á mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.
Arnar er giftur Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur og búa þau saman ásamt börnum þeirra tveimur á Hellu.