Glúmur Baldvinsson segir að það þurfi ekki að „lækka rostann“ í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Alþjóðastjórmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson skrifaði stutta en hnitmiðaða Facebook-færslu þar sem hann setur hlekk á frétt af ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra, þar sem hún niðurlægir Svandísi Svavarsdóttur, kollega sinn í ríkisstjórninni. Segir Glúmur að það þurfi að „lækka rostann í þessari tölvu og vélmenni sem kallast í daglegu tali Áslaug Arna og er ráðherra yfir engu sem máli skiptir og fékk það djobb í gegnum pabba sinn.“
Flíkar hann svo skoðun sinni á Áslaugu og segir: „Áslaug á það sammerkt með nýja dómsmálaráðherranum Guðrúnu að báðar eru jafn heillandi og hurðarhúnn.“