Nokkur erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Tilkynnt var um innbrot í grunnskóla á Höfuðborgarsvæðinu í nótt en þegar lögreglu bar að var innbrotsþjófurinn á bak og burt á rafmagnshlaupahjóli.
Einn aðili var handtekinn í miðbænum fyrir brot á vopnalögum en sá hafði meðferðis öxi og annar handtekinn fyrir ólæti og ógnandi tilburði gagnvart dyravörðum og gangandi vegfarendum.
Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp í hverfi 108. Þrír aðilar reyndust í bifreiðinni og allir undir áhrifum áfengis en enginn þeirra viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni og voru þeir því allir handteknir og málið í rannsókn.
Tveir aðilar voru vaktir af lögreglu þar sem þeir sváfu í leyfisleysi, einn á stigagangi og annar í móttöku hótels í miðbænum.
Sex manns voru svo stöðvaðir og handteknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.