Stefán Pálsson, sagnfræðingur, bjóst ekki við jafn miklum fjölda af íslenskum Zíonistum og raun ber vitni.
Blóðug átök milli hryðjuverkasamtakanna Hamas og Ísrael halda áfram en talið er rúmlega þúsund manns hafi látist síðan á laugardaginn. Eins og í mörgum öðrum tilfellum skiptist fólk að miklu leyti í tvo hópa. Sá mikli stuðningur sem Ísrael hefur fengið á samfélagmiðlum á Íslandi hefur hins vegar komið sagnfræðingnum Stefáni Pálssyni á óvart. Hann greinir frá undrun sinni í nýrri Twitter-færslu.
Síðustu tveir dagar hér á Twitter hafa kennt mér tvennt: það eru mun fleiri íslenskir Zíonistar en ég hefði búist við & margt útlenskt áhugafólk um alþjóðamál sem ég fylgist með hefur mjög óraunsæjar hugmyndir um möguleika Palestínumanna á að standa uppi í hárinu á Ísraelsher.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) October 8, 2023
Þá telur Stefán að stuðningsyfirlýsingar sumra þjóðarleiðtoga muni ekki eldast vel í sögulegu samhengi.