Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Hlíðunum í gær. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefa. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort þolandi hafi þurft aðhlynningu á spítala. Síðar um kvöldið handtók lögregla mann í Hafnarfirði en sá hafði fíkniefni í fórum sínum.
Þá sinnti lögregla mörgum málum í tengslum við umferðareftirlit og stöðvaði alls fjóra ökumenn. Einn var stöðvaður fyrir að tala í farsíma við akstur en hinir þrír eru grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglu barst einnig tilkynning um þrjú umfeðarslys. Fólk slapp ýmist með engin eða minniháttar meiðsli.